57. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 14. ágúst 2015 kl. 10:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 10:02
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 10:02
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:02
Elín Hirst (ElH), kl. 10:02
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 10:06
Haraldur Einarsson (HE) fyrir Ásmund Einar Daðason (ÁsmD), kl. 10:06
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 10:02
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 10:02
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 10:02

Össur Skarphéðinsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1681. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:07
Fundargerð 56. fundar var samþykkt.

2) Viðskipti Íslands og Rússlands. Kl. 10:07
Á fund nefndarinnar komu Högni S. Kristjánsson, Kristján Andri Stefánsson og Jörundur Valtýsson frá utanríkisráðuneyti.

Lagt var fram minnisblað utanríkisráðuneytis til utanríkismálanefndar um þvingunaraðgerðir varðandi Rússland dags. 14. ágúst 2015.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Aðgerðir þjóðþinga til að minnast þess að sjötíu ár eru liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Kl. 11:50
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 11:52
Nefndin fjallaði um:
a) Mengun á Heiðarfjalli.
b) Alþjóðastarf Alþingis.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:10